Fundur með 6 landshlutasamtökum um úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning ráðherra á drögum að stefnu og drögum að frumvarpi - Upptaka af erindi Guðmundar Inga Guðbrandssonar
  2. Kynning úr héraði eða kynning frá Sambandinu - Upptaka af erindi Guðjóns, Eygerðar og Bryndísar
  3. Umræður - Upptaka af umræðum

Tilurð fundarins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leitaði eftir samtali við sambandið um fundi með sveitarfélögum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (mál 6/2021) og drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis (mál 11/2021) en bæði þessi mál hafa birst nýlega í samráðsgátt stjórnvalda. Efnt var til þriggja funda, sá fyrsti með sveitarfélögum innan sex landshlutasamtka, þá með sveitarfélögum innan SSNV og síðasti fundurinn með sveitarfélögum innan SSNE. Hér að neðan er dagskrá og upptökur frá fyrsta fundinum.

Umsagnarfrestur við frumvarpsdrögin rennur út 29. janúar. Samtal við landshlutasamtökin hefur átt sér stað um fyrirkomulag fundanna. Það var mat sambandsins og ráðuneytisins að það myndi gagnast best að halda fleiri og svæðisbundna fundi þar sem horft væri til samstarfs sveitarfélaga um svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, skv. 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sambandið boðuðu til þriggja funda með sveitarstjórnarfólki og starfsfólki sveitarfélaganna og fyrirtækja í þeirra eigu sem koma að úrgangsmálum og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Einnig eru velkomnir fulltrúar í stjórnum landshlutasamtakanna og starfsfólk þeirra á hverjum stað eins og sjá má hér að neðan.

  • Sameiginlegur fundur með sveitarfélögum á starfssvæði FV, SSH, SSS, SSV, SASS og SSA: Þriðjudagur 26. janúar, kl. 13:00-14:30.