Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

05. feb. 2018 : Gate 21 vill flýta fyrir orkuskiptum

Greater-Copenhagen

Gate 21 er metnaðarfullt samstarfsverkefni sem miðar að því, að flýta fyrir sjálfbærum vexti innan Greater Copenhagen, en svo nefnast samtök svæðisstjórna og sveitarfélaga í austurhluta Danmörku og Suður-Svíþjóð.

Nánar...

26. jan. 2018 : Samstarf um að efla nýsköpun hjá hinu opinbera

Fundur-um-norraent-nyskopunarsamstarf-2017

Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði nýlega frá væntanlegu samstarfi fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að endurvekja nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu og þjónustu og gera jafnframt könnun á nýsköpun hjá hinu opinbera. Verðlaunin voru síðast veitt á árinu 2015.

Nánar...

25. jan. 2018 : Betri lausnir í opinberri þjónustu með samsköpun

Samsköpun (e. cocreation, d. samskabelse) hefur átt vaxandi fylgi að fagna í evrópskum nágrannalöndum okkar á undanförnum árum. Hér á landi hefur þessi áhugaverða hugmyndafræði enn ekki vakið teljandi athygli, svo vitað sé.

Nánar...

23. jan. 2018 : Styrkir fyrir sveitarfélög til að setja upp opin þráðlaus net í almenningsrýmum

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita sveitarfélögum styrki til að fjármagna uppsetningu opinna þráðlausra neta í almenningsrýmum, s.s. á torgum, í almenningsgörðum og opinberum byggingum s.s. bókasöfnum og heilsugæslustöðvum.  Íslensk sveitarfélög geta sótt um.

Nánar...

18. jan. 2018 : Betri framtíð fyrir landsbyggðirnar

Congress-of-European-Council

A better future for Europe´s rural areas er athyglisverð skýrsla sem sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkti á haustþingi sínu í fyrra. Fjallað er með greinargóðum hætti um tækifæri og áskoranir dreifbýlla svæða og hvernig takast megi á við þau.

Nánar...

20. des. 2017 : Stóraukin framlög til loftslagsverkefna

Samstarfsverkefnið „Global Urbis“ eða Alheimsborgir var kynnt á leiðtogafundinum One Planet Summit, sem fór nýlega fram í París í tilefni af því, að tvö ár eru liðin frá undirritun Parísarsamkomulagsins. Verkefnið er eitt samstarfsverkefni af mörgum sem miða að því, að stórauka framlög til brýnna loftslagsverkefna í borgum og bæjum um allan heim.

Nánar...

07. des. 2017 : Sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórn Eistlands að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sveitarstjórnarstigi landsins og leitaði í smiðju til Finnlands í  þeim efnum. Finnar sóttu hins vegar sína fyrirmynd til Danmerkur, þar sem stórfelldar sameiningar sveitarfélaga áttu sér stað í kringum aldamótin. Þá  byggja yfirstandandi sameiningarferli í Noregi einnig á þessum grundvelli.

Nánar...

07. des. 2017 : Býr víkingur hér?

Cork_city_07

Cork-borg á Írlandi lýsir eftir samstarfsaðilum í Evrópuverkefni vegna menningartengdrar ferðaþjónustu. Um þróunarverkefni er að ræða sem byggir á menningararfleifð víkinga og snertir m.a. safnarekstur, markaðssetningu, staðfærslu, stafræna tækni, viðskiptaþróun í ferðaþjónustu og tengsl þéttbýlis og dreifbýlis.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um gagnahagkerfið og Erasmus fyrir kjörna fulltrúa

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í sextánda sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

23. okt. 2017 : Haustþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 18.–20. október 2017

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga, í aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Nánar...
Síða 1 af 10