10. mar. 2017

Þrír meistaranemar hljóta styrk

Í tilefni af 70 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2015 samþykkti stjórn sambandsins að veita árlega styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði sveitarstjórnarmála. Önnur úthlutun fór fram á fundi stjórnarinnar 24. febrúar sl. Tíu umsóknir bárust og samþykkti stjórnin að styrkja þrjá meistaranema um 250.000 krónur hvern.

UndirritunMeistaranemarEftirtaldir meistaranemar hlutu styrk:

Dagný Kristinsdóttir:

Með hvaða hætti styðja sveitarfélögin við starfsþróun kennara, stjórnenda og annarra starfsmanna leik- og grunnskóla.  Ritgerðarefnið tengist verkefni nr. 13 í verkefnalista 2017.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hug skólafólks til þeirrar starfsþróunar sem
sveitarfélögin hafa boðið upp á. Hvernig er staðið að endurmenntun, standa
námskeiðin undir faglegum metnaði starfsins og starfsfólksins, eru námskeiðin í takt
við starfið og ábyrgð þess? Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar til að leggja
drög að stefnumótun starfsþróunar fyrir sveitarfélög.

Anna Sigurjónsdóttir:

Hafa börn rödd og áhrif í samfélaginu ? Rannsókn á ungmennaráðum höfuðborgarsvæðisins með hliðsjón af 12. grein barnasáttmálans um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Ritgerðarefnið tengist verkefni 20 í verkefnalista 2017.

Tólfta grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er ein megin grein sáttmálans
þegar kemur að innleiðingu hans. Greinin fjallar um rétt barna til að láta skoðanir
sínar í ljós og til að hafa áhrif. Á Íslandi eru ungmennaráð vettvangur fyrir börn til
að koma fram sínum skoðunum og aðstoða sveitarstjórnir. Í þessari rannsókn
verður ungmennaráð höfuðborgarsvæðisins skoðuð sem vettvangur fyrir börn til
að nýta þessi réttindi sín og athugað hvernig innleiðingarferlið varðandi þessa grein
er háttað.

Ólafía Erla Svansdótti:

Stefnumótun og innleiðing loftslagsstefnu hjá sveitarfélögum. Ritgerðarefnið tengist verkefni 25 í verkefnalista 2017.

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka innleiðingu, stefnumörkun
umhverfisstefnu og umhverfisstjórn sveitarfélaga í samhengi við rannsóknir,
fræðilega umfjöllun og viðtöl við tengda aðila, í þeim tilgangi að finna út hvaða leið
sé farsælust til að draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga.