Meistarastyrkir 2018

Meistarastyrkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2018 var úthlutað í dag. Hnossið hrepptu þrír nemar sem ljúka senn meistaraverkefnum við Háskólann á Bifröst, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Meistarastyrkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2018 var úthlutað í dag. Hnossið hrepptu þrír nemar sem ljúka senn meistaraverkefnum við Háskólann á Bifröst, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Styrkþegarnir ásamt verkefnum þeirra eru Bjarni D. Daníelsson, sem fjallar um stefnumótun og framtíðarsýn í svæðisáætlunum sveitarfélaga í úrgangsmálum, Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, sem fjallar um heilsueflandi samfélög og Lieselot Michele Maria Simoen, sem tekur fyrir félagslegt hlutverk leikskólans í fjölmenningarlegu samfélagi í meistaraverkefni sínu.

Hver styrkur er að upphæð kr. 250.000 og er helmingur fjárins greiddur út nú og helmingur við verkefnaskil. Þetta er jafnframt þriðja og síðasta úthlutun sem efnt verður til á yfirstandandi kjörtímabili í tilefni af 70 ára starfsafmæli sambandsins.

Auk þess sem verkefnin verða kynnt á vef sambandsins jafnóðum og þau liggja fyrir, verða þau gerð aðgengileg hér ásamt öðrum þeim verkefnum sem sambandið hefur styrkt.

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, afhenti styrkina nú síðdegis. Einnig var viðstaddur Oskar Rybinski, nemandi við Grunnskólann í Þorlákshöfn, sem er þessa dagana á skrifstofu sambandsins í starfsnámi.

Meistarastyrkthegar-2018-og-starfsnemi

Að afhendingu styrkja lokinni (f.v.) Oskar Rybinski, starfsnemi, Lieselot Simoen, meistaranemi, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri og meistaranemarnir Bjarni D. Daníelsson og Hulda Sólveig Jóhannsdóttir.