Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. jún. 2018 : Persónuverndarlöggjöfin samþykkt þrátt fyrir annmarka

Ný persónuverndarlöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi seint í gærkvöld, tekur gildi 15. júlí nk. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði alvarlegar athugsemdir við frumvarp til laganna, m.a. fyrir skort á samráði um efni frumvarpsins, óhófleg sektarákvæði, mikinn innleiðingarkostnað hjá sveitarfélögum og afar nauman aðlögunartíma. Minnt er á tékklistann sem sambandið hefur gert fyrir sveitarstjórnir vegna málsins.

Nánar...

12. jún. 2018 : Nýsköpunarverðlaun 2018 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Rafræna lyfjaumsjónarkerfið ALFA hlaut nýsköpunarverðlaunin 2018 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verðlaunin veitti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í lokin á ráðstefnunni „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“. Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Skútustaðarhreppur og Vatnajökulsþjóðgarður hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun.

Nánar...

08. jún. 2018 : Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Ráðstefnan Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 fer fram í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“. Nálgast má upptökur af ráðstefnunni hér.

Nánar...

07. jún. 2018 : Óhóflegar heimildir til að leggja sektir á opinbera aðila í persónuverndarfrumvarpi

Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega vinnubrögð við gerð frumvarps til nýrra persónuverndarlaga. Hörðust er gagnrýnin á sektarákvæði frumvarpsins, sem heimila Persónuvernd að leggja milljarða króna sektir á opinbera aðila vegna lögbundinna verkefna. Einnig sætir innleiðingarferli gagnrýni ásamt þeim mikla og óþarfa flýti sem einkennt hefur málið af hálfu ríkisvaldsins. Sambandið skorar á Alþingi að veita málinu eðlilega umfjöllun og tryggja að ákvæði þar sem val um innleiðingu er til staðar séu ígrunduð vandlega.

Nánar...

06. jún. 2018 : Dagsektir vegna vanrækslu sveitarfélaga

Drög að reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst setja á grundvelli 116. gr. sveitarstjórnarlaga, hafa verið birt í samráðsgáttinni. Tilgreindar eru lágmarks- og hámarksfjárhæðir sekta sem leggja má á sveitarfélög hvern þann dag sem þau vanrækja lögbundnar skyldur sínar. Fjárhæðir dagsekta geta orðið á bilinu 25 til 300 þ.kr.

Nánar...

31. maí 2018 : Fyrirboði aukinnar snjallvæðingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir um þessar mundir nýjan og stafrænan álagningarseðil. Þetta breytta verklag boðar byltingarkenndar breytingar hjá því opinbera á næstu árum með notendavænni, einstaklingsmiðaðri og snjallvæddri stjórnsýslu. Skattgreiðendur geta sem dæmi kallað fram nánari upplýsingar um einstaka liði álagningarinnar og séð hlutfallslega skiptingu staðgreiðsluskatta hjá sér í tekjuskatt annars vegar og útsvar hins vegar.

Nánar...

25. maí 2018 : Áskoranir í persónuvernd – er þitt sveitarfélag tilbúið?

Ný reglugerð um persónuvernd tekur gildi í dag innan Evrópusambandsins um vernd einstaklinga gagnvart vinnslu og frjálsri miðlun persónuupplýsinga. Áhersla er lögð á að reglugerðin verði leidd í lög hér á landi eins fljótt og unnt er og var frumvarp að nýjum persónuverndarlögum kynnt nýlega. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram gátlista, sem nýkjörnar sveitarstjórnir eru hvattar til að kynna sér vegna málsins, strax að loknum kosningum.

Nánar...

23. maí 2018 : Ársskýrsla 2017

Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2017 er komin út. Auk greinargóðs yfirlit yfir rekstur og helstu verkefni starfsársins, bæði innan lands og utan, geymir skýrslan yfirlit yfir starfsfólk, stjórnendur og skipan starfsnefnda hjá sambandinu.

Nánar...

23. maí 2018 : Meistarastyrkir 2018

Meistarastyrkjum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ársins 2018 var úthlutað í dag. Hnossið hrepptu þrír nemar sem ljúka senn meistaraverkefnum við Háskólann á Bifröst, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Nánar...

18. maí 2018 : Ný persónuverndarlöggjöf með heimild til ofursekta

Google-fridhelgi

Innleiðing á nýjum lögum um persónuvernd kallar á nýtt verklag hjá sveitarfélögum, með umtalsverðum kostnaðarauka og áhrifum á stjórnsýslu þeirra. Þá veita lögin Persónuvernd heimild til álagningar ofursekta, sem eiga sér engin fordæmi hér á landi gagnvart opinberum aðilum, að því er segir í minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 10