04. sep. 2017

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2018-2019

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2018–2019.

Umsóknarfrestur er til og með 2. október 2017.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist:

  • skóla margbreytileikans
  • heilsueflandi skólastarfi

Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa.

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi, sjá hér að neðan. Umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið við viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni.

Með umsókn þarf að berast staðfesting launadeildar/starfsmannahalds sveitarfélags/rekstraraðila á fastráðningu umsækjanda og störfum sl. 4 ár, sbr. stafliðir a og b í 4. gr. reglna um Námsleyfasjóð, á þar til gerðu eyðublaði, sjá hér að neðan (einnig hægt að senda rafrænt, til að umsókn teljist fullgild þarf það að berast eigi síðar en 5. október 2017).

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér umsóknareyðublaðið vel áður en þeir hefjast handa við að fylla inní það. Æskilegt er að fylla eyðublaðið út í einni lotu og senda inn. Hægt er að vista umsóknina og koma að henni aftur en engin ábyrgð er tekin á þeim upplýsingum sem kunna að glatast við það.

Þegar umsókn hefur verið skráð í skjalakerfi Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að prenta hana út af vefgátt Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjá hér að neðan, undir flipanum Málin mín.

Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum eigi síðar en um miðjan desember 2017.

Við mat á umsóknum er haft til hliðsjónar hversu vel hún er rökstudd, hversu skýr markmið hennar eru, hvernig námið nýtist umsækjanda í núverandi starfi og stofnuninni sem hann vinnur hjá eða skólakerfinu í heild.

Til að sækja um þarf að hafa rafræn skilríki eða Íslykil frá https://www.island.is/islykill/.

Áður en umsókn er send inn skulu umsækjendur kynna sér:

Fylla út rafrænt umsóknareyðublað vegna námsleyfis skólaárið 2018-2019

Kolbrún Erna Magnúsdóttir veitir aðstoð við tæknileg atriði í síma 515 4944 eða í tölvupósti á kolbrun.erna.magnusdottir@samband.is.

Nánari upplýsingar veitir Klara E. Finnbogadóttir í síma 515 4924 eða í tölvupósti á klara.e.finnbogadottir@samband.is