09. okt. 2017

„Á ég að gera það‘“

skráning hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2017

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 6. nóvember nk. undir yfirskriftinni „Á ég að gera það?“

Tvö knýjandi viðfangsefni verða tekin til umfjöllunar á þinginu. Tökum nýjan kúrs. Fyrir hádegi verður fjallað um úttekt Evrópumiðstöðvar á framkvæmd opinberrar menntastefnu hér á landi, hverjir og með hvaða hætti skuli brugðist við niðurstöðum hennar. Hvar eru kennararnir? Eftir hádegi verður sjónum beint að nýliðunarvanda í kennarastétt, hvaða leiðir séu færar til þess að bregðast við honum og undir hverjum það sé komið.