Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

07. jún. 2018 : Kennarar heiðraðir fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins Hafðu áhrif sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum og gaf almenningi kost á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Nánar...

06. jún. 2018 : Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að hefja mótun nýrrar mennastefnu til 2030. Leiðarljós nýju stefnunnar verður gæðamenntun fyrir alla á öllum skólastigum. Stefnumótuninni verður hrundið af stað í haust með röð fræðslu- og umræðufunda um land allt.

Nánar...

01. jún. 2018 : Fundir fyrir skólastjórnendur um nýju persónuverndarlöggjöfina

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands hefja í dag sameiginlega fundaferð um landið. Um kynningarfundi er að ræða, þar sem skólastjórnendum gefst kostur á að fjalla um þau mál sem á þeim brenna, bæði út af innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf og framhaldi Mentormálsins svonefnda.

Nánar...

28. maí 2018 : Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Flugvéladekkjaskeið, sturtuhandklæðaskápur og hjálmalás voru þær uppfinningar sem hlutu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG), sem fór nýlega fram í Háskólanum í Reykjavík.

Nánar...

16. maí 2018 : Foreldraverðlaun heimila og skóla

Verkefnið Láttu þér líða vel, hlaut í gær foreldraverðlaun 2018 hjá landssamtökum foreldra, Heimili og skóli. Því var ýtt úr vör fyrir tveimur árum í Vogaskóla að frumkvæði Guðrúnar Gísladóttur, kennara við skólann. Var þetta í 23. sinn sem verðlaunaafhending samtakanna fer fram.

Nánar...

14. maí 2018 : Brjóta múra og byggja brýr

Ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi (SIMBI) er að sögn félags- og jafnréttisráðherra ætlað marka upphafið að þeirri vinnu sem stjórnvöld mun leggja áherslu á í málefnum barna. Upptaka af ráðstefnunni og glærur fyrirlesara er nú aðgengilegt.
Nánar...

30. apr. 2018 : Einn af þeim 100 bestu

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.

Nánar...

18. apr. 2018 : Verðlaun fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita verðlaun fyrir allt að tólf meistaraverkefni í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum á árinu 2018. Verkefnin þurfa að vera unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í borginni og hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegu og óformlegu námi barna og unglinga.

Nánar...

18. apr. 2018 : Réttur barna í opinberri umfjöllun

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl kl. 08:15-10:00, fjallar að þessu sinni um rétt barna í opinberri umræðu.

Nánar...

16. apr. 2018 : Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla endurnýjuð

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem undirrituð var á síðasta ári, hefur verið endurnýjuð af samstarfsaðilum. Yfirlýsingunni fylgir skuldbinding um að styðja við langtímaþróun menntastefnu hér á landi um menntun fyrir alla. Til grundvallar samstarfinu liggur aðgerðaáætlun sem byggir á tillögum úr úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir frá árinu 2017.

Nánar...
Síða 1 af 10