Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

16. maí 2018 : Foreldraverðlaun heimila og skóla

Verkefnið Láttu þér líða vel, hlaut í gær foreldraverðlaun 2018 hjá landssamtökum foreldra, Heimili og skóli. Því var ýtt úr vör fyrir tveimur árum í Vogaskóla að frumkvæði Guðrúnar Gísladóttur, kennara við skólann. Var þetta í 23. sinn sem verðlaunaafhending samtakanna fer fram.

Nánar...

14. maí 2018 : Brjóta múra og byggja brýr

Ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi (SIMBI) er að sögn félags- og jafnréttisráðherra ætlað marka upphafið að þeirri vinnu sem stjórnvöld mun leggja áherslu á í málefnum barna. Upptaka af ráðstefnunni og glærur fyrirlesara er nú aðgengilegt.
Nánar...

30. apr. 2018 : Einn af þeim 100 bestu

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.

Nánar...

18. apr. 2018 : Verðlaun fyrir meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita verðlaun fyrir allt að tólf meistaraverkefni í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum á árinu 2018. Verkefnin þurfa að vera unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í borginni og hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegu og óformlegu námi barna og unglinga.

Nánar...

18. apr. 2018 : Réttur barna í opinberri umfjöllun

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl kl. 08:15-10:00, fjallar að þessu sinni um rétt barna í opinberri umræðu.

Nánar...

16. apr. 2018 : Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla endurnýjuð

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem undirrituð var á síðasta ári, hefur verið endurnýjuð af samstarfsaðilum. Yfirlýsingunni fylgir skuldbinding um að styðja við langtímaþróun menntastefnu hér á landi um menntun fyrir alla. Til grundvallar samstarfinu liggur aðgerðaáætlun sem byggir á tillögum úr úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir frá árinu 2017.

Nánar...

16. apr. 2018 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2018

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2018. Alls bárust umsóknir um styrki til 209 verkefna frá 77 umsækjendum upp á rúmar 101 milljón króna.

Nánar...

05. apr. 2018 : Viðkvæm álitamál og nemendur

Three-children-alice-thumb

Föstudaginn 27. apríl nk. efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til morgunverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík. Fundurinn hefur yfirskriftina Viðkvæm álitamál og nemendur. Þar verður fjallað um hvaða erfiðleikar og áskoranir geta komið upp þegar fjallað er um viðkvæm álitamál í skólum eins og hryðjuverk, sjálfsvíg, andlát nákomins, einelti, skilnaði o.fl.? Eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að leiða slíka umræðu?

Nánar...

23. mar. 2018 : Prófspurningabanki Menntamálastofnunar opnaður

Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um aðgangur skuli veittur að prófspurningum sem notaður eru í samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk grunnskóla. Í því felst að endurskoða verður þróunarstarf vegna einstaklingsmiðaðra prófa.

Nánar...

16. mar. 2018 : Upplýsingar vegna endurtöku á samræmdu prófunum

Menntamálastofnun mun veita ýtarlegar upplýsingar um endurtöku samræmdra könnunarprófa. Svör við helstu spurningum verða birt á vef og Facebook-síðu stofnunarinnar og gengist verður fyrir upplýsingafundum, sem gerðir verða aðgengilegir á netinu. Þá verða birt svör við helstu spurningum á sérstöku svæði á vef ráðuneytisins um réttarstöðu nemenda og lagalega stöðu samræmdra könnunarprófa.

Nánar...
Síða 1 af 10