Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

21. feb. 2018 : Undirbúningur hafinn fyrir PISA 2018

Undirbúningi fyrir næstu PISA-könnun hefur verið hrundið af stað með kynningarfundi sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, átti með helstu hagaðilum skólasamfélagsins. Telur ráðherra mikilvægt að könnuninni verði sköpuð traust umgjörð þann dag sem hún fer fram í öllum skólum landsins.

Nánar...

20. feb. 2018 : Grípa verður til aðgerða strax

Tillögur samráðshóps Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðgerðir til að auka nýliðun meðal kennara liggja nú fyrir. Merk tímamót, sem marka nýtt upphaf að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns sambandsins. Aðgerðir að hálfu stjórnvalda verða kynntar í júní.

Nánar...

06. feb. 2018 : Orðsporið 2018

Leikskolaborn

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í 11. sinn þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit.

Nánar...

25. jan. 2018 : Dagur leikskólans 2018

dagur_leikskolans-1

Þriðjudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

19. jan. 2018 : Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Rett_Blatt_Stort

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2018-2019. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2018.

Nánar...

17. jan. 2018 : Öryggisstefna og áhættumat grunnskóla vegna meðferðar persónuupplýsinga

Grunnskólum landsins bíður nú það verkefni, að innleiða öryggisstefnu og áhættumat vegna meðferðar persónuupplýsinga. Þó að rekja megi tildrög þess aftur til álits Persónuverndar frá árinu 2015 vegna Mentor-málsins svonefnda, mun þessi vinna auðvelda aðlögun skólakerfisins að nýjum persónuverndarlögum, þegar þar að kemur.

Nánar...

09. jan. 2018 : Skýrsla skólaþings komin út

Skólaþing sveitarfélaga 2017 var vel sótt, en þátttakendur voru um 230 talsins frá flestum starfssviðum menntamála. Niðurstöður úr umræðuhópum munu nýtast þeirri vinnu sem framundan er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og miðar að bættri framkvæmd menntastefnu stjórnvalda og nýliðun í kennarastétt.

Nánar...

04. des. 2017 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2018-2019

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2018-2019 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 139 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 40 námsleyfi, þar af þrjú til sex mánaða. Aðeins var hægt að verða við um 29% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Nánar...

08. nóv. 2017 : Hver vill koma að kenna?

Sólveig María Árnadóttir, nemi við HA og Hjörvar Gunnarsson, nemi við MVS, deildu með skólaþinginu ástæðu þess að þau völdu að fara í kennaranám. Einnig veltu þau nýliðunarvandanum fyrir sér.

Nánar...

08. nóv. 2017 : Niðurstöður úr umbótaáætlunum liggja fyrir

Komin er út samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna starfsumhverfis kennara og vinnumats í grunnskólum. Greindar eru niðurstöður umbótaáætlana sem gerðar hafa verið í grunnskólum landsins ásamt lokaskýrslum sveitarfélaga vegna málsins. Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnti þessa nýútkomnu samantekt á skólaþingi sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 10