Opið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Opnað var fyrir umsóknir í Framkvæmdsjóð ferðamannastaða í gær. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. en sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum að vissum skilyrðum uppfylltum.

Opnað var fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í gær. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. en sjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum.

Á meðal styrkhæfra verkefna er uppbygging, viðhald eða verndun mannvirkja og náttúru eða framkvæmdir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum. Þá er undirbúnings- og hönnunarvinna einnig styrkhæf.

Mótframlag styrkhafa miðast að jafnaði við 20% af styrkfjárhæð og getur það verið í formi útgjalda eða vinnuframlags.

Framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegra minja koma ekki til álita við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nema sérstaklega standi á, verkefnið sé í þágu almannahagsmuna og þarfnist skjótrar úrlausnar.