Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

21. jún. 2018 : Ný skýrsla um Airbnb og húsnæðismarkaðinn

ekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Fjöldi gistieininga vex mun hægar en áður og hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Á hinn bóginn hefur Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Sveitarfélög verða af umtalsverðum tekjum.

Nánar...

08. jún. 2018 : Málþing um vindorku og orkumannvirki

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga gangast fyrir sameiginlegu málþingi um vindorku og orkumannvirki á Grand hóteli síðdegis í dag. Nálgast má upptökur af málþinginu hér.

Nánar...

06. jún. 2018 : Kerfisáætlun Landsnets í opnu umsagnarferli

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Tillagan gildir fyrir tímabilið 2018-2027 og skiptist í tvo meginhluta eða langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Haldnir verða opnir kynningarfundir um land allt nu í júní.

Nánar...

05. jún. 2018 : Svæðisbundin flutningsjöfnun vegna ársins 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu ráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2017. Ákveðnir þættir hafa orðið til þess að flutningsjöfnun hefur verið minni en gert var upphaflega ráð fyrir. Í undirbúningi eru breytingar á lögum sem miða að betri nýtingu.

Nánar...

01. jún. 2018 : Vindorkufundur sveitarfélaga

Vindorka gegnir sífellt stærra hlutverki fyrir orkuframleiðslu í heiminum sem græn og endurnýjanleg orkuauðlind og hefur vindmyllum að sama skapi farið ört fjölgandi í landslagi margra landa. Þó ekki hér á landi, þar sem þessi þróun hefur vart látið á sér kræla eða allt þar til nýlega og virðist áhugi nú fara vaxandi. Við það hafa ýmsar spurningar vaknað um hvort, hvar og hvernig virkja megi þennan orkugjafa svo vel sé. Til að ræða stöðu þessara mála hafa Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga boðað til málþings um vindorku og skattlagningu orkumannvirkja þann 8. júní nk. 

Nánar...

14. maí 2018 : Umdeilt frumvarp um haf- og strandsvæðaskipulag

Vonbrigðum er lýst með, í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða, að ákvæði um svonefnd svæðisráð standi óbreytt frá síðasta löggjafarþingi, þegar frumvarpið var upphaflega lagt fram.

Nánar...

04. maí 2018 : Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.

Nánar...

02. maí 2018 : Öflugt, ábyrgt og sjálfbært fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.  Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein.

Nánar...

27. apr. 2018 : Þjónustukannanir Byggðastofnunar

Íbúar í Vopnafjarðarhreppi sækja þjónustu til þjónustuaðila á Akureyri í um fimmtung tilvika, á meðan 3-5% þjónustunnar er sótt þangað af íbúum annarra sveitarfélaga á Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum úr þjónustukönnunum Byggðastofnunar.

Nánar...

23. apr. 2018 : Nefnd skipuð um stofnun þjóðgarðs á hálendinu

Halendid

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga, þeim Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra í Bláskógabyggð og Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Nánar...
Síða 1 af 10