Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. ágú. 2018 : Hlutverk og staða landshlutasamtaka skilgreind

Starfshópi á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur verið falið að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga og skilgreina hlutverk þeirra gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Nánar...

10. ágú. 2018 : Kynningarfundir um verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík þann 15. ágúst og 16. ágúst nk.

Nánar...

20. júl. 2018 : Nýtt þjónustukort verður byggt upp í áföngum

Byggðastofnun opnaði nýlega kortasjá sem sýnir aðgengi almennings að þjónustu á öllu landinu. Um fyrsta áfangann er að ræða í gerð gagnvirks þjónustukorts sem styðja mun við stefnumótun stjórnvalda í byggðaþróun.  

Nánar...

19. júl. 2018 : Yfirlit yfir alla verkefnastyrki í Brothættum byggðum

Byggðastofnun hefur sett saman og birt yfirlit yfir alla verkefnastyrki sem hafa verið veittir í Brothættum byggðum frá upphafi. Er þetta í anda aukins gagnsæsis og opinnar stjórnsýslu.

Nánar...

16. júl. 2018 : Frumvarp til nýrra umferðalaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti kallar eftir umsögnum um drög að nýju frumvarpi til umferðarlaga á samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin taka mið af þeim athugasemdum sem komið hafa fram í fyrra samráði, en frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fjórum sinnum fram á Alþingi, nú síðast á 141. löggjafarþingi 2012-2013.

Nánar...

11. júl. 2018 : Aðgerðaráætlun vegna Árósarsamningsins til umsagnar

Samband íslenskra sveitarfélaga bendir í umsögn sinni vegna Árósarsamningsins á, að stórauka verði fjárframlög til umhverfisverndarsamtaka svo að þau fái staðið undir auknum verkefnum. Tillaga umhverfis- og auðlindaráðuneytis að aðgerðaráætlun um innleiðingu samningsins hér á landi 2018-2021 er nú til umsagnar

Nánar...

10. júl. 2018 : Byggðaráðstefnan 2018

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna sem haldin verður 16.-17. október 2018 í Stykkishólmi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman? 

Nánar...

09. júl. 2018 : Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög

Logheimili-teikning

Íbúðalánasjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur er til og með 31. október nk.

Nánar...

02. júl. 2018 : Opið umsagnarferli fyrir hagaðila og almenning

Kerfisáætlun Landsnets um uppbyggingu á flutningskerfi raforku á Íslandi 2018-2027 er í opnu umsagnarferli. Minnt er á að frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. júlí nk.

Nánar...

27. jún. 2018 : Samningur um eflingu heimagistingarvaktar

Radherra-og-syslumadur

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfur Halldórsson, undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit með heimagistingu. Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins en það fer með eftirlit með heimagistingu á öllu landinu.

Nánar...
Síða 1 af 10