26. feb. 2013

Mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagsins 2013-2017

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið sem taka mun gildi 2013. Í stefnumótunarferlinu verður dreginn lærdómur af og byggt á framangreindum átaksverkefnum og þeim ábendingum sem fram komu í mati á framkvæmd stefnunnar 2008-2012.
Innanríkisráðuneytið hefur stofnað síðu á vef sínum þar sem m.a. má finna:

  • upplýsingar um stefnumótunarferlið
  • fundargerðir frá kjarnahópi sem saman stendur af fulltrúum allra ráðuneyta
  • upplýsingar frá stofnfundi sem haldinn var með 70 sérfræðingu 2. nóvember 2012 og
  • Ýmis grunngögn er varða nýja stefnu

Markmið sem nú þegar hafa verið lögð til grundvallar nýrri stefnu

Í áætlun ríkisstjórnarinnar, Ísland 2020, eru sett fram tvö markmið sem snerta upplýsingasamfélagið og eiga erindi í nýja stefnu um upplýsingasamfélagið:

  • Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í 22. sæti árið 2010. Vísitalan er samsett úr 3 undirþáttum: Þjónustu á Netinu, fjarskiptainnviði og mannauð (human capital).
  • Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni þátttökuvísitölu Sameinuðu þjóðanna. Ísland var í 135. sæti árið 2010. Í þessari vísitölu eru mæld gagnkvæm (tvíhliða) samskipti opinberra aðila við almenning og hagsmunaaðila á Netinu. Dæmi: Notkun samfélagsmiðla, viðhorfskannanir, kosningar, möguleikar til að tjá sig um málefni áður en ákvörðin er tekin í stefnumótunarferli, lagagerð o.fl.

Vefur Innanríkisráðuneytisins.