Fréttir og tilkynningar
Fyrirsagnalisti
Sveitarfélögum fækkar um tvö að kosningum loknum
Kosið verður til 72 sveitarstjórna í 74 sveitarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samning Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps var samþykkt nýlega með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Í nóvember sl. samþykktu einnig Sandgerði og sveitarfélagið Garður að sameinast.
Nánar...Fyrst til að innleiða barnsáttmála S.þ.
Landsþing ungmennahúsa
Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.
Nánar...Kynningarfundur um handbók í íbúalýðræði
Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst í gær fyrir kynningarfundi vegna handbókar um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði sem kom nýlega út á vegum sambandsins. Fundarmönnum gafst einnig kostur á þátttöku með fjarfundarbúnaði. Kynningarfundinum var ætlað að fylgja eftir útgáfu handbókarinnar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Nánar...Jafnréttisþing 2018
Útvíkkun jafnréttisstarfs – #metoo og margbreytileiki var að þessu sinni yfirskrift jafnréttisþings. Þema þess var um jafna meðferð og vernd gegn mismunun í víðum skilningi með hliðsjón af margbreytileika í íslensku samfélagi. Stóð þingið í hálfan annan dag og bauð upp á sex málstofur um fjölbreytt efni.
Nánar...Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk.
Nánar...Ísland í 2. sæti
Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trjónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti. Áhyggjuefni að lýðræði virðist á undanhaldi í heiminum.
Nánar...Lækkun kosningaraldurs

Hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár hafa verið til umfjöllunar í norrænum grannríkjum, en ekki leitt til almennra breytinga samkvæmt upplýsingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur aflað frá öðrum norrænu sveitarfélagasamböndunum. Í samantekt Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs, kemur m.a. fram að málið hafi náð lengst í Noregi, þar sem kosningaaldur var í tilraunaskyni lækkaður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum 2011 og 2015.
Nánar...Lækkun kosningaaldurs í 16 ár
Lagt er til að kosningaaldur til sveitarstjórna lækki úr 18 í 16 ár í frumvarpi, sem er nú í umsagnarferli. Að frumvarpinu standa 15 þingmenn úr öllum þingflokkum.
Nánar...Stafræna lýðræðisþróunin
„Betri bær“ eða Your Priorities hugbúnaðurinn hefur verið tekinn í notkun vítt og breitt um veröldina. Auk Íslands má nefna Ástralíu, Skotland, Eistland, Wales, Noreg og Möltu.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða