Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

09. mar. 2018 : Jafnréttisþing 2018

Útvíkkun jafnréttisstarfs – #metoo og margbreytileiki var að þessu sinni yfirskrift jafnréttisþings. Þema þess var um jafna meðferð og vernd gegn mismunun í víðum skilningi með hliðsjón af margbreytileika í íslensku samfélagi. Stóð þingið í hálfan annan dag og bauð upp á sex málstofur um fjölbreytt efni.

Nánar...

19. feb. 2018 : Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk.

Nánar...

07. feb. 2018 : Ísland í 2. sæti

Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trjónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti. Áhyggjuefni að lýðræði virðist á undanhaldi í heiminum.

Nánar...

15. jan. 2018 : Lækkun kosningaraldurs

Atkvaedagreidsla-kjorstad

Hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár hafa verið til umfjöllunar í norrænum grannríkjum, en ekki leitt til almennra breytinga samkvæmt upplýsingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur aflað frá öðrum norrænu sveitarfélagasamböndunum. Í samantekt Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs, kemur m.a. fram að málið hafi náð lengst í Noregi, þar sem kosningaaldur var í tilraunaskyni lækkaður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum 2011 og 2015.

Nánar...

08. jan. 2018 : Lækkun kosningaaldurs í 16 ár

Lagt er til að kosningaaldur til sveitarstjórna lækki úr 18 í 16 ár í frumvarpi, sem er nú í umsagnarferli. Að frumvarpinu standa 15 þingmenn úr öllum þingflokkum.

Nánar...

05. des. 2017 : Stafræna lýðræðisþróunin

„Betri bær“ eða Your Priorities hugbúnaðurinn hefur verið tekinn í notkun vítt og breitt um veröldina. Auk Íslands má nefna Ástralíu, Skotland, Eistland, Wales, Noreg og Möltu.

Nánar...

01. des. 2017 : Ný persónuverndarlöggjöf væntanleg

Rétturinn til að gleymast, að leiðrétta upplýsingar um sig og vita af vinnslu upplýsinga um sig er á meðal þeirra réttinda sem verða fest í ný persónuverndarlög. Fjallað var m.a. um nýjar skyldur sveitarfélaga og raunhæf ráð gefin vegna innleiðingar á persónuverndardeginum.

Nánar...

30. okt. 2017 : Framúrskarandi árangur hjá Hafnarfjarðarbæ í jafnréttismálum

Jafnrettisvidurkenning-2017

Hafn­ar­fjarðarbær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir að hafa innleitt fyrst sveitarfélaga jafnlaunastaðalinn. Starfsmat sveitarfélaga greiddi fyrir innleiðingu staðalsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Undirbúningur hafinn vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

PPP_PRD_137_3D_people-Key_In_Keyhole

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að mótun öryggisráðstafana í grunnskólum vegna persónuverndar. Markmið verkefnisins er tvíþætt eða að leiða annars vegar til lykta svonefnt Mentor-mál og hins vegar að greiða fyrir innleiðingu sveitarfélaga á nýjum lögum um persónuvernd innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánar...

04. okt. 2017 : Þátttaka í sveitarstjórnarkosningum í sögulegu lágmarki

Kosningaþátttaka fór í síðustu sveitarstjórnarkosningum niður í sögulegt lágmark eða 67% og endurnýjun á meðal sveitarstjórnarmanna hefur verið um 55%. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, spáði í komandi sveitarstjórnarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 10