Landsþing ungmennahúsa

Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.

Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.

Alls eru starfrækt níu ungmennahús um land allt og komu að þessu sinni saman ungmenni frá átta þeirra. Ungmennahús hafa það hlutverk að styðja við ungt fólk 16 ára og eldra, með því að sinna athafnaþörf þess og veita því ráðgjöf.

Umræður um núverandi stöðu ungmennahúsa setti svip sinn á þingið og var ljóst á bæði starfsfólki og þeim ungmennum sem tóku þátt í þinginu, að kjarna þurfi betur hlutverk ungmennahúsa. Starfsemi þeirra er fjölbreytt og víðfeðm og mikilvægt sé að tryggja rekstrargrundvöll húsanna á landsvísu.

Dagskrá þingsins var í senn þétt og fjölbreytt. Farið var í hópavinnu og unnið með hugmyndina um ungmennahús framtíðarinnar eða ársins 2021. Fulltrúar frá CAFF, sem stendur fyrir "Conservation of Arctic Flora and Fauna", fræddi viðstadda um málefni norðurslóða, þær breytingar sem eru að eiga sér stað á jörðinni og hvaða áhrif þær hafa. Þá stýrði Capcent hópastarfi, þar sem hver hópur byggði upp eigið ungmennahús framtíðarinnar.
Frá Landsþingi Ungmennahúsa 2018 á Akureyri.