Gjaldfrjáls aðgangur að jafnlaunastaðalinum

Gjaldfrjáls aðgangur hefur verið veittur að jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012 – Kröfur og leiðbeiningar) skv. samningi velferðarráðuneytis og Staðlaráðs Íslands. Nálgast má staðalinn á vefnum ist85.is.

JAFNLAUNAMERKIGjaldfrjáls aðgangur hefur verið veittur að jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012 – Kröfur og leiðbeiningar) skv. samningi velferðarráðuneytis og Staðlaráðs Íslands. Nálgast má staðalinn á vefnum ist85.is.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn  kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Frá og með síðustu áramótum eða 1. janúar sl. hefur stofnunum og fyrirtækjum, þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri, jafnframt verið skylt taka upp jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.

Áhugasamir geta óskað eftir gjaldfrjálsum lesaðgangi að jafnlaunastaðlinum á vefnum ist.85.is. Þar er má svo einnig óska eftir staðlinum á pappírsformi gegn greiðslu.