Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

29. jún. 2018 : Ársreikningar sveitarfélaga 2017

Arsreikningar2017

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 69 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Fjallað er um fjárhagsstöðu sveitarfélaga eins og í hana má ráða út frá árseikningunum í Fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs sambandsins. 

Nánar...

05. jún. 2018 : Kaup og kjör sveitarstjórnarmanna

Konnun-a-kjorum-sveitarstjornarmanna-og-framkvaemdastjora-2018

Skýrsla hag- og upplýsingasviðs um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga er komin út. Birtar eru upplýsingar um launagreiðslur á árinu 2017. Skýrslan hefur verið gefin út annað hvert ár frá árinu 2002.

Nánar...

29. maí 2018 : Stenst ekki nánari skoðun

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við skýrslu, sem Samtök Atvinnulífsins (SA) gáfu nýlega út um fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins, í minnisblaði sem Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hefur tekið saman.

Nánar...

28. maí 2018 : Ársfundur Brúar

Ársfundur Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, fer fram í hádeginu mánudaginn 4. júní nk. Allir sjóðsfélagar, fulltrúar launagreiðenda og fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga hafa málfrelsi og tillögurétt á ársfundum sjóðsins.

Nánar...

18. maí 2018 : Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk, alls 200 m.kr.

Nánar...

03. maí 2018 : Samráð og samstarf í opinberum rekstri

Abyrg-ferdathjonusta

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lýsir forgangsröðun þeirra verkefna sem áformuð eru og fjármögnun þeirra. Í umsögninni er meðal annars farið fram á að gistináttagjald renni til sveitarfélaga þegar á næsta ári.

Nánar...

26. apr. 2018 : Sameiginleg ábyrgð og áhugaverð verkefni

Mikilvægur kafli í samkomulagi við ríkið vegna afkomu- og efnahagsmarkmiða sveitarfélaga fjallar um sameiginleg verkefni. Eitt þeirra er hlutlæg úttekt utanaðkomandi sérfræðinga á því hversu fjárhagslega sjálfbær sveitarfélögin geti talist m.v. núverandi tekjuskiptingu annars vegar og lögbundna eða hefðbundna þjónustu hins vegar, en þetta hlutlæga mat er grundvöllur þess að ræða megi af sanngirni hugsanlega styrkingu á tekjustofnum sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerir þetta nýgerða samkomulag ríkis og sveitarfélaga að umfjöllunarefni sínu í leiðara nýjasta tölublaðs Sveitarstjórnarmála.

Nánar...

10. apr. 2018 : Aldursdreifing í sveitarfélögum

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.

Nánar...

06. apr. 2018 : Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi

 Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað í dag af Halldóri Halldórssyni, formanni og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nánar...

26. mar. 2018 : Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.

Nánar...
Síða 1 af 10