Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

18. maí 2018 : Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk, alls 200 m.kr.

Nánar...

03. maí 2018 : Samráð og samstarf í opinberum rekstri

Abyrg-ferdathjonusta

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lýsir forgangsröðun þeirra verkefna sem áformuð eru og fjármögnun þeirra. Í umsögninni er meðal annars farið fram á að gistináttagjald renni til sveitarfélaga þegar á næsta ári.

Nánar...

26. apr. 2018 : Sameiginleg ábyrgð og áhugaverð verkefni

Mikilvægur kafli í samkomulagi við ríkið vegna afkomu- og efnahagsmarkmiða sveitarfélaga fjallar um sameiginleg verkefni. Eitt þeirra er hlutlæg úttekt utanaðkomandi sérfræðinga á því hversu fjárhagslega sjálfbær sveitarfélögin geti talist m.v. núverandi tekjuskiptingu annars vegar og lögbundna eða hefðbundna þjónustu hins vegar, en þetta hlutlæga mat er grundvöllur þess að ræða megi af sanngirni hugsanlega styrkingu á tekjustofnum sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerir þetta nýgerða samkomulag ríkis og sveitarfélaga að umfjöllunarefni sínu í leiðara nýjasta tölublaðs Sveitarstjórnarmála.

Nánar...

10. apr. 2018 : Aldursdreifing í sveitarfélögum

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.

Nánar...

06. apr. 2018 : Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi

 Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað í dag af Halldóri Halldórssyni, formanni og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nánar...

26. mar. 2018 : Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fór fram föstudaginn 23. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík. Sjálfkjörið var að þessu sinni í stjórn og varastjórn félagsins.

Nánar...

07. mar. 2018 : Aukin útlán samhliða uppgjöri lífeyrisskudlbindinga

Afkoma Lánasjóðs sveitarfélaga, LS, var í samræmi við væntingar á síðasta ári eða 777 milljónir kr. Útlán vegna uppgjörs sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingum námu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs um 15 milljörðum kr. sem samsvar hefðbundnum útlánum lánasjóðsins á tveggja ára tímabili. Aðalfundur LS fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 23. mars nk. kl. 15:00.

Nánar...

26. feb. 2018 : Atvinnutekjur hæstar á Austurlandi

Breytingar-a-hlutdeild-atvinnugreina-i-atvinnutekjum

Talsverðar breytingar hafa orðið á atvinnutekjum landsmanna eftir atvinnugreinum og svæðum samkvæmt nýrri skýrslu Byggðastofnunar vegna áranna 2008-2016. Heildaratvinnutekjur urðu í fyrsta sinn frá hruni meiri að raunvirði á ári en heildartekjur ársins 2008, en fram til ársins 2016 höfðu atvinnutekjur hvers árs verið lægri en rauntekjur þess árs. Þá voru meðalatvinnutekjur ársins 2016 hæstar á Austurlandi, sem er talsverð breyting frá árinu 2008,  þegar atvinnutekjur voru að meðaltali mestar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar...

12. feb. 2018 : Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017. Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir en í maílok þegar álagningarskráin verður lokuð.

Nánar...

08. feb. 2018 : Gluggað í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hagvöxt hér á landi. Skuldir og skuldbindingar lækka enn, sjöunda árið í röð, sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Árleg samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til næstu fjögurra ára er komin út, barmafull af margs konar fjárhagsupplýsingum.

Nánar...
Síða 1 af 10