Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

12. feb. 2018 : Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017. Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir en í maílok þegar álagningarskráin verður lokuð.

Nánar...

08. feb. 2018 : Gluggað í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hagvöxt hér á landi. Skuldir og skuldbindingar lækka enn, sjöunda árið í röð, sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Árleg samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til næstu fjögurra ára er komin út, barmafull af margs konar fjárhagsupplýsingum.

Nánar...

09. jan. 2018 : Endanleg framlög úr Jöfnunarsjóði liggja nú fyrir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun vegna tekjutaps fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlags og útgjaldajöfnunarframlags fyrir síðasta ár. Heildarúthlutun jöfnunarframlaga hækkuðu um 1.950 m.kr. í ár samfara auknum skatttekjum ríkissjóðs.

Nánar...

29. des. 2017 : Ýmsar breytingar á skattalögum taka gildi um áramót

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem gerð er grein fyrir ýmsum breytingum á skattalögum sem taka gildi um áramót. Í fréttinni kemur fram að miðað við fyrirliggjandi ákvarðanir sveitarstjórna munu aðeins tvö sveitarfélög breyta útsvari sínu um áramótin og verður meðalútsvar í staðgreiðslu óbreytt, 14,44%.

Nánar...

20. des. 2017 : Mörg brýn verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar í sveitarstjórnarmálum

Sigurður Ingi Jóhannsson hitti í gær fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga að máli, í fyrsta sinn sem nýr sveitarstjórnarmálaráðherra. Aukið samráð og stuðningur við sveitarfélög vegna uppbyggingar innviða, er á meðal brýnustu verkefna.

Nánar...

08. des. 2017 : Skólamál bætast við myndrænt talnaefni

Lykiltölur í skólamálum hafa bæst við það talnaefni sem hefur verið fáanlegt á vef sambandsins einnig í myndrænni framsetningu. Þar með hafa fimm mismunandi talnaflokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir myndræna greiningu.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins?

IMG_4013

Sóknarfæri bláa hagkerfisins var meginefni Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017, sem fór nýlega fram í Hörpu. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallaði í opnunarerindi ráðstefnunnar um tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar til stóraukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi.

Nánar...

31. okt. 2017 : Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga liggja fyrir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tilögur ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðir úthlutanir vegna ársins 2018. Tillögurnar birtust á vef stjórnarráðsins fyrr í dag.

Nánar...

06. okt. 2017 : Tillögur um breytingar á regluverki jöfnunarsjóðs

Jofnunarskyrsla

Út er komin skýrsla nefndar um endurskoðun á jöfnunarframlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Innanríkisráðherra skipaði nefndina í september 2016, en unnið hefur verið að heildarendurskoðun á regluverki jöfnunarsjóðs frá árinu 2010.

Nánar...

06. okt. 2017 : Byggð og atvinna – þar sem hjartað slær

Á málstofu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um byggð og atvinnu var  m.a. spurt hvort sóknaráætlanir landshluta væru vesen eða verðugt verkefni?

Nánar...
Síða 1 af 10