Staða geðheilbrigðismála barna og ungmenna

Embætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem unnin er í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being. Skýrslan inniheldur stöðugreiningu og framtíðarsýn innan málaflokksins og ábendingar um brýnustu forgangsmál.

El-stodugreining-og-framtidarsyn-i-gedheilbrigdismalum-barna-og-ungmennaEmbætti landlæknis hefur gefið út skýrslu um geðheilbrigðismál barna og ungmenna, sem unnin er í tengslum við evrópska samstarfsverkefnið EU Compass for Action on Mental Health and Well-Being. Skýrslan inniheldur stöðugreiningu og framtíðarsýn innan málaflokksins og ábendingar um brýnustu forgangsmál.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum vinnustofu sem 40 stofnanir og félagasamtök á sviði mennta-, félags- og heilbrigðismála tóku þátt í. Markmið vinnustofunnar var að vinna heildstæðar lausnir í skipulagi geðheilbrigðisþjónustu, forvörnum og snemmtækri íhlutun, samstarfi milli stofnana í nærumhverfi og áreiðanlegri söfnun heilbrigðisupplýsinga um geð- og þroskaraskanir meðal barna og ungmenna.

Niðurstöður vinnustofunnar skiptast síðan í greiningar á styrk- og veikleikum, ógnunum og tækifærum á hverju sviði, framtíðarsýn fyrir hvern málaflokk og ábendingar um þau forgangsatriði sem brýnast er að komi til framkvæmda á næstu árum í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna.

Skipuleggjendur voru Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.