Aukið samstarf í þágu barna

Samband íslenskra sveitarfélaga mun vinna að því með ríkisvaldinu að brjóta niður kerfismúra sem kunna að koma í veg fyrir að börn njóti heildstæðrar og samhæfðar opinberrar þjónustu. Viljayfirlýsing þessa efnis var í dag undirrituð af ráðherrum félags- og jafnréttismála, dómsmála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aukið samstarf í þágu barna.

Samband íslenskra sveitarfélaga mun vinna að því með ríkisvaldinu að brjóta niður kerfismúra sem kunna að koma í veg fyrir að börn njóti heildstæðrar og samhæfðar opinberrar þjónustu. Viljayfirlýsing þessa efnis var í dag undirrituð af ráðherrum félags- og jafnréttismála, dómsmála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga um aukið samstarf í þágu barna.

Verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga skarast oft og iðulega í málefnum barna og samvinna er því mikilvæg að mati aðila að viljayfirlýsingunni.  Aukið samstarf  þar sem börn eru meðvitað sett í forgrunn þjónustulausna er því talið nauðsynlegt og til þess fallið að skapa raunverulega barnvænt samfélag.

Útfærsla samstarfsins og framkvæmd verður samkvæmt aðgerðaáætlun sem unnin verður sameiginlega af aðilunum með það að yfirmarkmiði að börn sem njóta þjónustu á þeirra vegum verði sett í forgrunn.