Ársreikningar sveitarfélaga 2017

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 69 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Fjallað er um fjárhagsstöðu sveitarfélaga eins og í hana má ráða út frá árseikningunum í Fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs sambandsins. 

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 69 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2017. Í þessum sveitarfélögum búa vel yfir 99% landsmanna. Fjallað er um fjárhagsstöðu sveitarfélaga eins og í hana má ráða út frá árseikningunum í Fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs sambandsins. 

Arsreikningar2017Afkoma sveitarfélaga var óvenju góð á árinu 2017 og mun betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur A-hlutans hækkuðu um 10,7% og gjöld um 10,2%. Afgangur á rekstri A-hluta nam 13,2 ma.kr., 4,2% af tekjum, á árinu 2017, en árið áður nam afgangurinn 8,5 ma.kr. Laun og tengd gjöld hækkuðu um 14,9%. Inn í þeirri hækkun er framlag sveitarfélaga í Jafnvægissjóð A-hluta Brúar lífeyrissjóðs um 10 ma.kr. sem ætlað er að koma áfallinni stöðu í jafnvægi.

Langtímaskuldir A-hluta hækkuðu um 4,8 ma.kr. eða um 3%. Skuldbindingar, einkum lífeyrisskuldbindingar, jukust um 10,9%. Samanlagt jukust skuldir og skuldbindingar um 9,0%, en lækkuðu sem hlutfall af tekjum úr 105% í 103%.   

Veltufé frá rekstri A-hluta nam 33 ma.kr. og lækkaði lítillega milli ára. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 10,5% en 11,9% árið áður.

Fjárfestingar A-hluta jukust verulega

Fjárfestingar A-hluta sveitarfélaga jukust verulega eða um 64% frá árinu 2016 og námu um 10,5% af tekjum ársins  samanborið við 7%  árið á undan. Eru þetta nokkur umskipti, en allt frá hruni hefur verið forgangsmál í fjármálastjórnun sveitarfélaga að lækka skuldir, m.a. með því að hægja á framkvæmdum, enda þótt uppsöfnuð fjárfestingarþörf sé víða mikil.

Rekstrarafgangur samstæðu A- og B-hluta nam um 10% af tekjum árið 2017, sem er svipað og árið áður. Reksturinn skilaði veltufé sem nam 16% af tekjum 2017 en 18% árið á undan.

Útsvarstekjur hækkuðu mest á Suðurnesjum eða um 18,8% frá 2016 til 2017, en minnst á Vestfjörðum um 3,7%. Heildartekjur Reykjavíkurborgar hækkuð hins vegar mest og minnst á Vesturlandi. Rekstrarafgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta var mestur í sveitarfélögum á Suðurnesjum, 7,3%, en minnstur á Vestfjörðum sem var neikvæður um 0,2% árið 2017. Veltufé frá rekstri var mest á Suðurnesjum, 19,6%, en minnst á Vestfjörðum, 7,0%.