Fréttir: 2018, síða: 2

Fundað með umboðsmanni barna

Hljóðvist í skólum og undirbúningur barnaþings 2019 og var á meðal þess sem rætt var á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga með umboðsmanni barna, sem fram fór nú nýlega. Stefnt er að því að barnaþing fari fram í nóvember á næsta ári.

Lesa meira

Verulegar athugasemdir gerðar við drög að heilbrigðisstefnu

Samband íslenskra sveitarfélaga gerir verulegar athugasemdir við drög að nýrri heilbrigðisstefnu og lítur svo á, að drögin séu umræðuskjal, sem marki einungis upphafspunkt í endurnýjuðu stefnumótunarferli. Langur vegur sé frá því að heildstæð stefna hafi verið mörkuð með stefnudrögunum.

Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2018-2019. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. 

Lesa meira

Sjálfbær landnýting er leiðarstef nýrra landgræðslulaga

Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi fyrir jólaleyfi ný lög um landgræðslu. Um heildarendurskoðun er að ræða á eldri lögum frá 1965, sem tekur tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála. Einnig er skerpt betur á markmiðum laganna, s.s. varðandi vernd og sjálfbæra nýtingu jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þá er nafni Landgræðslu ríkisins breytt í Landgræðslan. Fallist var á breytingartillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem laut að áhrifum laganna á skipulagsmál sveitarfélaga.

Lesa meira

Samstarfsáætlanir Evrópusambandsins, Brexit, „vernd hvíslara“ og aukið samstarf við Svæðanefnd Evrópusambandsins

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í átjánda sinn í Brussel 6.-7. desember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Íslandi og Noregi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Lesa meira

Tilraunaverkefni í húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni hrundið af stað

Dalabyggð, Vesturbyggð, Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit og Seyðisfjarðarkaupstaður taka þátt í tilraunaverkefni vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Verkefninu er ætlað að rjúfa þá stöðnun í nýbyggingum sem ríkt hefur víða á landsbyggðinni, jafnvel þó að íbúafjölgun eigi sér stað samfara atvinnuuppbyggingu. 

Lesa meira

Brottfall úr námi veldur vaxandi áhyggjum

Brottfall úr framhaldsskólum er vaxandi áhyggjuefni á Norðurlöndunum, en rannsóknir sýna að 20-30% framhaldsskólanema eru horfnir frá námi við 20 ára aldurinn. Nýverið stóðu norræna velferðarnefndin og norræna þekkingar- og menningarnefndinni fyrir hringborðsumræðum um brottfall úr framhaldsskólum. Skýr forvarnarstefna í lýðheilsumálum og snemmtæk íhlutun voru þau úrræði sem helst báru á góma gegn þessu vaxandi, samnorræna vandamáli.

Lesa meira

Niðurstöður úr WiFi4EU útdrætti

WiFi4EU styrkir að þessu sinni þrjú íslensk sveitarfélög eða Akraneskaupstað, Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörð. Verkefnið styrkir uppsetningu á þráðlausu netsambandi í opinberu rými.

Lesa meira

Geitungarnir og þorpið hlutu Múrbrjótinn

Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi og Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, hljóta Múrbrjótinn 2018, viðurkenningu landsamtakanna Þroskahjálpar.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð vegna úthlutunarársins 2019-2020. Sótt er um á vef sjóðsins og er umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2019. 

Lesa meira

Ríkið tilgreini sem fyrst hvaða þjónustu skuli skerða á hjúkrunarheimilum

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga um rammasamning fyrir þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnvalda og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Ríkisvaldið axli ábyrgð

Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna rammasamnings um  þjónustu hjúkrunarheimila lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar að halda fast við boðaða skerðingu á rekstrargrunni hjúkrunarheimila. 

Lesa meira

Krefst þess að ríkið gangi til samninga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að ríkið gangi til samninga um hækkun á daggjöldum til samræmis við raunkostnað. Þá átelur stjórn sambandsins vinnulag velferðarráðuneytisins vegna samninga um dagdvöl aldraða, sem eru einnig í uppnámi. Að mati rekstraraðila þarf að hækka daggjöld skv. kostnaðarmati um 30%. Því mati hefur ráðuneytið hafnað án þess að leggja fram annað kostnaðarmat, sem er óboðlegt vinnulag að mati stjórnarinnar.

Lesa meira

Beint streymi frá UT-deginum

Streymt verður beint frá ráðstefnu UT-dagsins, sem fer fram á Grand hóteli.  Yfirskrift dagsins er stafræn framtíð hins opinbera – hvernig byrjum við? og vísar til þess að vinna er hafin við að færa þjónustu opinberra aðila yfir í stafrænt umhverfi

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2019-2020

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2019-2020 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 189 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 42 námsleyfi, þar af eitt til sex mánaða. Aðeins var hægt að verða við um 22% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Lesa meira

Orkuendurvinnsla á plasti

Leita verður allra leiða til að takast á við plastmengun, einn alvarlegasta umhverfisvanda samtímans. Orkuendurvinnsla á plasti er sú leið sem litið er helst til á hinum Norðurlöndunum. Ekki er síður mikilvægt að eyða plasti en að endurvinna plast, svo að ná megi  tökum vandanum.   

Lesa meira

Aðgerðaáætlun um að draga úr plastmengun

Samband íslenskra sveitarfélaga telur brýnt að draga úr plastmengun og lýsir áhuga á að ræða við umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir sem samráðsvettvangur um aðgerðir til að draga úr plastmengun hefur lagt fram. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um drög að aðgerðaáætlun til að draga úr plastmengun: „Með vinnu samráðsvettvangsins er stigið fyrsta skrefið í átt að þessu markmiði en áður en ákvarðanir eru teknar um val á leiðir þarf að liggja fyrir vönduð ábata- og kostnaðargreining um þær mögulegu leiðir sem samráðsvettvangurinn bendir á. Af hálfu sambandsins er eindregið tekið undir lokaorð skýrslunnar um að tillögurnar nýtist til að vinna áfram að verkefninu en þar er jafnframt lögð áhersla á að víðtækt samráð verði haft við haghafa um að koma þeim í framkvæmd.“

Lesa meira

Fyrstu skrefin á níu tungumálum

Innflytjendaráð hefur í samvinnu við Fjölmenningarsetur og velferðarráðuneytið gefið út upplýsingabæklinginn Fyrstu skrefin í nýrri og uppfærðri útgáfu. Í bæklingnum er fjallað um helstu atriði sem fólk þarf að vita við flutning til Íslands. Hann var síðast uppfærður árið 2011.

Lesa meira