Fréttir: apr 2018

Einn af þeim 100 bestu

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.

Lesa meira

Þjónustukannanir Byggðastofnunar

Íbúar í Vopnafjarðarhreppi sækja þjónustu til þjónustuaðila á Akureyri í um fimmtung tilvika, á meðan 3-5% þjónustunnar er sótt þangað af íbúum annarra sveitarfélaga á Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum úr þjónustukönnunum Byggðastofnunar.

Lesa meira

Ný lög samþykkt um þjónustu við fatlað fólk og félagsþjónustu sveitarfélaga

Alþingi hefur samþykkt ný lög um þjónustu við fatlað fólk og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 1. október nk. Með þessum breytingum verður notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) að lögfestu þjónustuformi.

Lesa meira

Nefnd skipuð um stofnun þjóðgarðs á hálendinu

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga, þeim Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra í Bláskógabyggð og Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Lesa meira

Vísitala félagslegra framfara

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið upp vísitölu félagslegra framfara, VFF (Social Progress Index). Vísitalan mælir hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna og skapa þeim tækifæri til betra lífs. Samhliða hefur bæjarfélagið þróað lausnir fyrir þá mæli- og greiningarvinnu sem vísitalan krefst og nefndar hafa verið „Mælkó“.

Lesa meira

Nýir félagsvísar hafar verið gefnir út

Velferðarráðuneyti og Hagstofa Íslands hafa gefið út Félagsvísa og er þetta 6. útgáfan af þeim. Félagsvísar eru greiningartæki sem leiðir fram breytingar í samtímanum, s.s. vegna opinberra aðgerða og þjóðfélagsþróunar. Megintilgangur Félagsvísa er að birta á einum stað safn tölulegra upplýsinga til að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Lesa meira

Réttur barna í opinberri umfjöllun

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl kl. 08:15-10:00, fjallar að þessu sinni um rétt barna í opinberri umræðu.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2018

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2018. Alls bárust umsóknir um styrki til 209 verkefna frá 77 umsækjendum upp á rúmar 101 milljón króna.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla endurnýjuð

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem undirrituð var á síðasta ári, hefur verið endurnýjuð af samstarfsaðilum. Yfirlýsingunni fylgir skuldbinding um að styðja við langtímaþróun menntastefnu hér á landi um menntun fyrir alla. Til grundvallar samstarfinu liggur aðgerðaáætlun sem byggir á tillögum úr úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir frá árinu 2017.

Lesa meira

Hreinsum strandlengju Íslands

Átak Landverndar Hreinsum Ísland hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk. og stendur til 6. maí. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeim hættum sem plastmengun veldur í hafi og eru sveitarfélög hvött til að skipuleggja hreinsunaraðgerðir á þessu tímabili, jafnt á landi sem við sjó. Laugardaginn 5. maí verður gengist fyrir strandhreinsun samtímis á öllum Norðurlöndum.

Lesa meira

Seyra nýtt til uppgræðslu

Úrbætur, sem gerðar verða á fráveitumálum við Mývatn, fela m.a. í sér að skólpseyra verður nýtt til uppgræðslu á Hólasandi, að því er fram kemur í viljayfirlýsingu ríkisins og Skútustaðahrepps um málið. Lausnin heyrir að miklu leyti til nýmæla hér á landi og var auk þess hagkvæmasta lausnin af þeim sem voru til skoðunar.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til  laga um lögheimili og aðsetur. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um lögheimili nr. 21/1990 og lög um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1992. Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning einstaklinga sé rétt og að réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis og aðseturs verði tryggt.

Lesa meira

Aldursdreifing í sveitarfélögum

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.

Lesa meira

Aukin áhersla á umbætur í opinberri starfsemi

 Nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023 var undirritað í dag af Halldóri Halldórssyni, formanni og Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og hins vegar af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurði Inga Jónssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

Landsþing ungmennahúsa

Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.

Lesa meira

Ný mannfjöldaspá til ársins 2066

Viðvarandi fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum, er sú mynd sem dregin er upp í megindráttum í nýrri mannfjöldaspá Byggðastofnunnar til ársins 2066. Helstu ástæður má rekja til lækkandi frjósemishlutfalls og brottflutnings ungs fólks til á höfuðborgarsvæðið.

Lesa meira

Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 27.–28. mars 2018

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið ályktar einnig um ýmis málefni sem varða sveitarstjórnarstigið, sérstaklega um lýðræðis- og mannréttindamál og er ályktununum eftir atvikum beint að þingi Evrópuráðsins og ráðherranefnd, svo og að ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópuráðsins og sveitar- og svæðisstjórnum innan þeirra.

Lesa meira

Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Yfirskrift verðlaunanna í ár er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ en verðlaunin og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Lesa meira